Spurt og svarað

Fyrir hverja eru námskeiðin?

Námskeiðin eru fyrir alla þá sem ætla að læra á bíl, bifhjól og létt bifhjól. Með tíð og tíma munum við jafnvel bjóða upp á fleiri námskeið.

 

Hversu lengi stendur hvert námskeið yfir?

Samkvæmt reglum er hámarkstími til þess að taka námskeiðið 30 dagar.

Námskeiðið er í 6 lotum. Eftir hverja lotu lokast fyrir námsefnið í einn sólarhring. Þetta er gert samkvæmt opinberum reglum um fjarnámsökuskóla.

 

Er hægt að komast inn á námskeiðin hvenær sem er?

Já. Ekki skiptir máli hvort unnið er á námskeiðinu klukkan 7 að morgni eða á miðnætti.

 

Eru tekin próf á meðan á námskeiðinu stendur?

Námskeiðið skiptist í 6 lotur. Eftir hverja lotu er lítið æfingaverkefni og í lok námskeiðsins er 30 spurninga krossapróf. Þetta er gert til þess að auka þekkingu þína á námsefninu.

 

Er eingöngu hægt að taka námskeiðin á PC tölvur?

Nei. Námskeiðin eru líka fyrir Apple tölvur.

 

Hvað þarf að gera til þess að skrá sig á námskeiðið?

Þú einfaldlega skráir smellir á  NÝSKRÁ -hnappinn og kerfið leiðir þig áfram.

 

Hvernig er greitt fyrir námskeiðið?

Við upphaf námskeiðsins þarf að greiða annaðhvort með greiðslukorti eða þá með millifærslu inn á reikning skólans.

 

Hver er kostnaðurinn?

Ökuskóli 1 og 2 kosta kr 13.500.- hvor um sig. Þar að auki er hægt að velja um að kaupa kennslubókina og hún kostar kr 4.500.- með sendingarkostnaði. Að auki fá allir nemendur sem taka ökuskóla 1 æfingaakstursmerki sem er innifalið í námskeiðsgjaldinu.

 Bifhjólanámskeiðið kostar kr 15.500.- Með kennslubók kostar það kr 19.500.-.

Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum hér getur þú sent fyrirspurn á netokuskolinn@netokuskolinn.is 

 

 

 

 

 

 


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar