Námsferill





Ferill ökunáms til B-réttinda (almenn ökuréttindi)
Hefja má ökunám við 16 ára aldur.
Sækja um námsheimild

Nemandi þarf að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni. Hér getur þú séð leiðbeiningar um hvernig þú sækir um námsheimild rafrænt..

Val á ökukennara

Ökuneminn/foreldrar velja sér ökukennara og hafa samband við hann.

Ökuskóli 1

Samhliða verklegum ökutímum tekur neminn Ökuskóla 1. Ljúka þarf Ökuskóla 1 fyrir æfingaakstur.

Verklegt ökunám

Ökuneminn þarf að taka að lágmarki 10 verklega ökutíma fyrir æfingaakstur. Ökukennarinn metur það hvenær nemandinn er tilbúinn fyrir æfingaakstur.

Æfingaakstur með leiðbeinanda. Sótt er um leyfi á https://island.is/okunam. Leiðbeinendur mega vera fleiri en einn.
Ökuskóli 3.

Verklegur og bóklegur skóli. Skráning er á okuskoli3.is. Ökuskóla 1 ásamt að lágmarki 10 verklegum tímum þarf að vera lokið fyrir Ökuskóla 3. Nemandi getur tekið Ökuskóla 3 hvort heldur sem er á undan eða eftir Ökuskóla 2.

21. mars 2024 var reglum breytt þannig að hægt er að fara í Ökuskóla 3 þó að Ökuskóla 2 og 12 verklegum tímum sé ekki lokið, eins og áður var krafist.

Ökuskóli 2

Gott er að taka Ökuskóla 2 þrem til fjórum mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn.

Verklegt ökunám

Áframhaldandi verklegt nám, að lágmarki 12 tímar alls frá upphafi með ökukennaranum.

Bóklegt próf

Nemandi pantar bóklegt próf á frumherji.is. Bóklegt próf má taka allt að 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælið.

Verklegt ökunám

Áframhaldandi verklegt nám, að lágmarki 15 tímar alls frá upphafi með ökukennaranum.

Verklegt próf

Verklegt próf má taka allt að 2 vikum fyrir 17 ára afmælið. Ökukennarinn metur hvenær þú ert tilbúinn í verklega prófið og hann pantar prófið. Verklega prófið er bæði aksturs- og munnlegt próf.

Bráðabirgðaökuskírteini, gildir í 3 ár. Ef nemandi er punktalaus í 12 mánuði getur hann farið í aksturmat hjá ökukennara.
Akstursmat

Nemandi hefur samband við ökukennara og tekur aksturmat hjá honum.

Fullnaðarökuskírteini. Fullnaðarökuskírteini þarf að endurnýja á 15 ára fresti.




Ferill ökunáms til B-réttinda (almenn ökuréttindi)
Hefja má ökunám við 16 ára aldur.
Upphaf náms
Námsheimild - hjá Sýslumanninum

Fyrsta sem nemandi þarf að gera er að sækja um námsheimild hjá Sýslumanni. Hér getur þú séð leiðbeiningar um hvernig þú sækir um námsheimild rafrænt..

Nemandinn sækir um námsheimild rafrænt hér en engu að síður þarf hann að mæta til Sýslumanns með passamynd og hugsanlega læknisvottorð.

Þegar nemandinn hefur sótt um námsheimild og skilað inn passamyndinni stofnast rafræn ökunámsbók á hann í kerfi Sýslumanns.

4.300 kr.
Val á ökukennara

Best er að búið sé að velja ökukennara áður en farið er til Sýslumanns.

Ökukennarar vinna sjálfstætt þannig að nemandi þarf sjálfur að útvega sér ökukennara. Lista yfir alla ökukennara á landinu má finna á netokuskolinn.is

Hver ökukennari fyrir sig ákveður sitt tímagjald og það getur verið mismunandi milli ökukennara. Gjald fyrir verklega námið greiðist beint til ökukennara.

Ökuskóli 1 og fyrstu verklegu tímarnir
Verklegir tímar - amk. 1 tími

Samkvæmt reglum þarf að ljúka minnst einum ökutíma áður en fræðilegt ökunám hefst.

Ökuskóli 1 - bóklegt nám

Nemandi þarf að klára Ökuskóla 1 áður en hægt er að byrja æfingaakstur. Netökuskólinn býður upp á námskeiðið Ökuskóli 1 á netinu. Hér getur þú skráð þig á námskeiðið.

Yfirleitt eru Ökuskóli 1 og verklegu tímarnir fram að æfingaakstri teknir samhliða.

13.500 kr.
Verklegir tímar - amk. 10 tímar samtals

Taka þarf að lágmarki 10 verklega tíma fyrir æfingaakstur. Algengt er að taka 10-14 verklega tíma fyrir æfingaakstur.

Algengt verð 120.000 - 140.000 kr.
Þegar nemandi fær námsheimild frá Sýslumanni er stofnuð rafræn ökunámsbók í kerfi Sýslumanns. Athugaðu að bókin stofnast ekki fyrr en nemandinn er búinn að skila inn passamynd til Sýslumanns. Ökunámsbókin er samskipta- og upplýsingabók allra sem koma að ökukennslu nemandans. Í Ökunámsbókina skrifar ökukennarinn þá tíma sem hann kennir nemandanum, í hana eru skráðar staðfestingar fyrir Ökuskóla 1, 2 og 3. Þegar farið er í Ökuskóla 3 eða í próf hjá Frumherja sjá þeir í kerfum sínum hvað búið er að skrá í hana.
Æfingaakstur - sótt um rafrænt hjá Sýslumanninum
Til að komast í æfingaakstur þarf nemandi að vera búinn með Ökuskóla 1 og að lágmarki 10 verklega tíma. Ökukennarinn metur hvenær nemandi er tilbúinn af hefja æfingaakstur.

Þegar nemandi klárar Ökuskóla 1 hjá Netökuskólanum er send rafræn staðfesting á því til Sýslumanns. Einnig fær hann æfingaakstursmerki sem á alltaf að vera aftan á bílnum þegar ekið er með leiðbeinanda í æfingaakstri.

Þegar ökukennari telur að nemandi sé tilbúinn í æfingaakstur staðfestir ökukennarinn það með rafrænum hætti til sýslumanns. Leiðbeinandi getur þá farið á slóðina https://island.is/okunam og sótt um að gerast leiðbeinandi fyrir nemandann. Leiðbeinendur mega vera fleiri en einn. Leiðbeinandi þarf að vera amk. 24 ára og hafa haft bílpróf í amk. 5 ár. Það kostar ekkert hjá Sýslumanni að fá æfingaleyfi.

Í æfingaakstri æfir nemandinn sig með því að aka með leiðbeinanda, sem oft er foreldri eða forráðamaður. Rétt er að hafa samband við ökukennarann aftur þegar ca. 3-4 mánuðir eru í 17 ára afmælið.
Ökuskóli 3
Ökuskóli 3 er verklegt og bóklegt námskeið sem fer fram í ökugerði. Til að komast í Ökuskóla 3 þarf nemandi að vera búinn með Ökuskóla 1 og að lágmarki 10 verklega tíma. Í Ökuskóla 3 lærir nemandinn m.a. að keyra í aðstæðum þar sem líkt er eftir hálku, hvernig er að nauðhemla og prófar veltibíl. Nemandi skráir sig sjálfur í Ökuskóla 3 á slóðinni www.okuskoli3.is eða á www.okugerdi.is ef hann ætlar að taka námskeiðið á Akureyri.

Nemandi getur tekið Ökuskóla 3 hvort heldur sem er á undan eða eftir Ökuskóla 2.

21. mars 2024 var reglum breytt þannig að hægt er að fara í Ökuskóla 3 þó að Ökuskóla 2 og 12 verklegum tímum sé ekki lokið, eins og áður var krafist.
Ökuskóli 3

Nemandi þarf að mæta í Ökuskóla 3. Námskeiðið tekur um 4 tíma.

49.500 kr.
Ökuskóli 2 og fleiri verklegir tímar
Nemandinn hefur yfirleitt samband við ökukennarann þegar ca. 3-4 mánuðir eru í 17 ára afmælið.
Ökuskóli 2 - bóklegt nám

Nemandi þarf að ljúka Ökuskóla 2 áður en skriflega prófið er tekið. Netökuskólinn býður upp á námskeiðið Ökuskóli 2 á netinu. Hér getur þú skráð þig á námskeiðið.

13.500 kr.
Verklegir tímar - lágmark 12 tímar samtals

Nemandinn þarf að taka fleiri ökutíma með ökukennara, þannig að hann sé búinn að taka að lágmarki 12 tíma.

Algengt verð 24.000 - 28.000 kr.
Skriflegt próf hjá Frumherja og áframhald verklegrar kennslu
Skriflegt próf má taka allt að tveim mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Til að mega taka skriflegt próf þarf nemandi að vera búinn með Ökuskóla 1, 2 og 3 og að lágmarki 12 ökutíma með ökukennaranum. Skriflega prófið er tekið hjá Frumherja. Nemandi skráir sig sjálfur í skriflega prófið á slóðinni https://frumherji.is/okuprofasvid/
Skriflegt próf

Skriflega prófið er 30 krossaspurningar þar sem hver spurning hefur þrjá svarliði. Fyrir hverja spurningu getur verið einn, tveir eða þrír svarliðir réttir. Prófið skiptist í A og B hluta. Leyfður villufjöldi í A hluta eru 2 villur og 5 í B hluta.

6.580 kr.
Verklegir tímar - amk. 15 tímar samtals

Að lágmarki þarf að taka 15 ökutíma með ökukennaranum fyrir verklega prófið en algengur tímafjöldi er á bilinu 19 - 25 tímar. Ökukennarinn metur hvenær nemandi er tilbúinn í verklegt próf og hann pantar prófið. Prófið er tekið á bíl ökukennarans.

Algengt verð 36.000 - 42.000 kr.
Verklegt próf hjá Frumherja
Verklegt próf má taka allt að tveim vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Til að mega taka verklegt próf þarf nemandi að vera búinn með Ökuskóla 1, 2 og 3, að lágmarki 15 ökutíma hjá verklegum kennara og skriflegt próf. Verklega prófið er tekið hjá Frumherja. Ökukennari skráir nemandann í verklega prófið.
Verklegt próf

Verklegt próf fer fram í bíl ökukennarans.

Í upphafi prófs er munnlegt próf. Nemandi velur spjald hjá prófdómaranum og á spjaldinu eru fimm spurningar sem snerta bílinn s.s stjórntæki bílsins, mæla, gaumljós, sæti, spegla, öryggisbúnað, hemla o.fl. Nemandinn þarf að svara amk. þrem spurningum réttum.

Eftir munnlega prófið ekur nemandinn með prófdómara í um hálftíma og prófdómarinn metur hæfni nemandans.

17.430 kr.
Bráðabirgðaskírteini
Þegar verklegu prófi er náð fær nemandinn bráðabirgðaskírteini á pappír, frá prófdómaranum, þar sem það tekur 2-3 vikur að útbúa ökuskírteinið sjálft. Bráðabirgðaskírteinið gildir í 3 ár. Nemandinn má ekki byrja að keyra fyrr en hann er orðinn 17 ára, þó að hann hafi staðist verklegt próf áður en hann verður 17 ára.
Akstursmat - Fullnaðarskírteini
Hafi ökumaður haft bráðabirgðaskírteini í amk. 12 mánuði samfellt þar sem hann hefur hvorki fengið punkt vegna umferðalagabrota eða verið sviptur ökuréttindum á þeim tíma, þá getur hann farið í akstursmat hjá ökukennara.

Í aksturmati er ökumaðurinn metinn bæði af sjálfum sér og ökukennara, út frá aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni. Akstursmatið kannar hvort að mat ökumanns á sjálfum sér sé í samræmi við mat ökukennarans. Ökumaður keyrir í u.þ.b. 45 mínútur með ökukennara. Standist ökumaður akstursmatið staðfestir ökukennarinn það við sýslumann sem endurnýjar þá bráðabirgðaskírteinið yfir í fullnaðarskírteini. Fullnaðarskírteinið gildir í 15 ár í senn.
Formlegu ökunámi er lokið


* Öll verð á síðunni eru miðuð við 1. mars 2024

Ferill ökunáms til A-réttinda (bifhjólapróf)


Sækja um námsheimild

Fyrsta skrefið er að fá námsheimild hjá sýslumanni. Hægt er að nálgast eyðublaðið hér.

Val á ökukennara

Þú hefur samband við bifhjólakennara til að ákveða tilhögun verklega námsins.

Bóklegt bifhjólanámskeið

Næsta skref er að taka bóklegt bifhjólanámskeið. Hægt er að taka það hjá okkur í fjarnámi með því að smella hér. Athugaðu að bókega námskeiðið fyrnist á tveimur árum.

Bóklegt próf

Eftir að bóklega námskeiðinu er lokið, sendum við þér staðfestingu þess efnis og þú getur farið að huga að því að taka bóklegt próf. Frumherji sér um framkvæmd ökuprófa. Hægt er að panta tíma í bóklegt próf með því að smella hér. Athugaðu að frá því að þú stenst bóklega prófið, hefur þú 6 mánuði til að ljúka því verklega.

Verklegt ökunám

Eftir bóklega prófið ferðu að huga að því að taka verklegu bifhjólatímana með ökukennaranum þínum. Miðað er við að fólk taki að lágmarki 11 verklega tíma (45 mín) fyrir prófið (flokkar A2 og A).

Verklegt próf

Ökukennarinn sér um að panta tíma í verklega prófið. Prófið er bæði munnlegt og aksturspróf.



Flokkar bifhjólaréttinda og aldurstakmörk
AM réttindi
Aldurstakmark 15 ára. Taka þarf námskeiðið Ökuskóli 1 og að lágmarki 8 tíma hjá ökukennara, auk bók- og verklegs prófs hjá Frumherja. AM réttindi veita rétt til að aka léttu bifhjóli sem er með vélarstærð ekki yfir 50cc og hjólið má ekki komast hraðar en 45 km/klst.
A1 réttindi
Aldurstakmark 17 ára. Þeir sem hafa bílpróf fyrir þurfa ekki að taka bóklegt námskeið og nægir eingöngu að taka að lágmarki 5 verklega ökutíma, auk bók- og verklegs prófs hjá Frumherja. A1 réttindi veita rétt til þess að aka bifhjóli með vélarstærð sem er ekki meira en 125 cc.
A2 réttindi
Aldurstakmark 19 ár. Taka þarf 12 stunda bóklegt námskeið og að lágmarki 11 tíma hjá ökukennara, auk bók- og verklegs prófs hjá Frumherja. A2 réttindi leyfa akstur á bifhjóli sem er ekki meira en 35 kw – 47 hestöfl. Þeir ökumenn sem hafa tveggja ára reynslu af akstri bifhjóla í flokki A2, þurfa eingöngu að standast verklegt próf til þess að fá A réttindi.
A réttindi
Aldurstakmarkið er 24 ár, með þeirri undantekningu að þeir ökumenn sem hafa A2 réttindi þurfa eingöngu að standast verklegt próf til að fá A réttindi eftir tvö ár með A2. Þeir ökumenn sem eru að taka A réttindi sem fyrstu bifhjólaréttindi þurfa að bóklegt námskeið og 11 verklega tíma að lágmarki. Standast þarf bók- og verklegt próf hjá Frumherja.
 



Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar