Vistakstur

 

Netnámskeið í vistakstri

Þetta er netnámskeið í vistakstri sem tekur um klukkustund. Vistakstur er mikilvægari en nokkru sinni fyrr og því nauðsynlegt fyrir alla að kynna sér hvað vistakstur er og hvernig við keyrum vistakstur. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og verkefnum og er í fjórum hlutum. Námskeiðið er tilvalið til að uppfylla grænu skrefin þegar kemur að vistakstri.


Hvað er vistakstur? – Fyrir hvern er vistakstur.

Þetta eru ekki einfaldar spurningar en það er þó hægt að svara þeim. Hér verður farið yfir þessar spurningar og ýmislegt fleira sem tengist vistakstri. Má þar nefna hvernig við keyrum vistakstur, mengun af umferð og hver er ávinningurinn. Mikilvægi vistaksturs á tímum hnattrænnar hlýnunar er flestum ljós. Það eru samt ekki allir til í að breyta aksturslagi sínu fyrr en þeir gera sér ljóst hver ávinningurinn er, bæði fyrir veskið og umhverfið. Að ekki sé talað um umferðaröryggið. Vistakstur er fyrir alla og skiptir alla máli.

Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur:

 • Þekki helstu leiðir til að spara eldsneyti
 • Átti sig á áhrifum sem umferðin hefur á umhverfið
 • Geti sparað fjármuni og minnkað mengun
 • Fækkað slysum og óhöppum


Áherslur

 • Hvað er vistakstur
 • Hvernig bíl eigum við að velja
 • Aksturslag
 • Hvað hefur áhrif á eyðslu
 • Loftmótstaða
 • Losun mengandi efna
 • Sparnaður
 • Hvað skiptir máli í raun og veru

 Hér getur þú skráð þig á námskeiðið

 


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar