Ökuskóli 1

Um Ökunámið
 
Við ökunám á Íslandi er farið eftir námskrá sem Samgöngustofa setur. Tilgangur með ökukennslunni er sá að nemandinn tileinki sér viðhorf og færni þannig að hann aki:

  • með sem mestu öryggi.
  • með fullri fyrirhyggju og framsýni.
  • með öryggisbúnað bíls í lagi og noti verndarbúnað ökumanns á réttan hátt.
  • með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð.

Námið er í höndum ökukennara og ökuskóla. Við upphaf námsins þarf að fá námsheimild hjá sýslumanni. Eyðublaðið má nálgast hér. (umsókn um ökuskírteini).

 

Áður en þú mátt hefja nám í Ökuskóla 1 þarftu að vera búin(n) að taka að minnsta kosti einn verklegan ökutíma.

Samkvæmt reglum þarf að fara í Ökuskóla 1 og taka 10 verklega tíma að lágmarki (45 mín) áður en hægt er að sækja um æfingaleyfi.

Ökuskóla 1 er hægt að taka í fjarnámi hjá Netökuskólanum og kemur þá í stað hinna hefðbundnu námskeiða sem tekin eru í skólastofu. Æskilegt er að bók- og verklega ökunámið sé samþætt þannig að það gefi sem bestan árangur. Við mælum með því að þú verðir í sambandi við verklega ökukennarann þinn til að fá leiðbeiningar um það. 

Ertu ekki skráður?  Nýskráning

 

 

Ertu þegar skráður? Til að hefja námið skaltu velja "Lota 1" hér til hliðar eða smella hér


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar