AM-réttindi (létt bifhjól) veita rétt til þess að stjórna léttu bifhjóli sem er hannað til að ná 45 km hraða á klukkustund. Hjólið má vera á tveimur eða þremur hjólum.

Til að fá próf á létt bifhjól þarf viðkomandi að vera orðinn 15 ára og standast bók- og verklegt próf. 

Áður fyrr var hægt að fá æfingaleyfi á létt bifhjól.  Þær reglur eru ekki lengur í gildi.

Við upphaf ökunámsins þarf að sækja um námsheimild hjá sýslumanni.

Eins og reglurnar eru í dag tekur nemandinn ökuskóla 1 og verklega ökutíma hjá ökukennara. Miðað er við að teknir séu 8 verklegir tímar að lágmarki.


Bók- og verklega prófið er tekið hjá Frumherja í samráði við verklega ökukennarann.
Taka má bóklega prófið tveimur mánuðum fyrir 15 ára afmælisdaginn og það verklega tveimur vikum fyrir afmælisdaginn.

Eftir að hafa staðist próf fær viðkomandi ökuskírteini fyrir flokk AM. 

ATH!  Einstaklingur sem hefur  AM réttindi þarf ekki að taka ökuskóla 1 aftur þegar hann fer að læra á bíl.

Hægt er að taka ökuskóla 1 í fjarnámi hjá okkur. Skráning á námskeið.


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar