Ég ætla að læra að aka bíl - Hvað þarf ég að gera?
1. |
Til þess að mega hefja ökunám þarftu að sækja um námsheimild á island.is. Síðan hefur þú samband við ökukennara og hann byrjar með þig í ökutímum. Hjá honum færðu ökunámsbók sem heldur um ökunámsferilinn þinn. (ökutíma, ökuskóla, æfingaleyfi ofl) Til að vera undirbúin/n í það að aka æfingaakstur má gera ráð fyrir að fara í u.þ.b. 10-14 ökutíma. Ökukennarinn metur það hvenær þú ert tilbúin/n. |
|
|
2. |
Þegar þú ert komin/n af stað hjá ökukennaranum þínum þarftu að fara að huga að því að fara í ökuskóla. Ökuskólinn skiptist í Ö1, Ö2 og Ö3. Þú verður að fara í ökuskóla 1 áður en þú byrjar æfingaaksturinn. |
|
|
3. |
Þegar þetta er búið getur þú nú farið að huga að æfingaakstrinum. Það er verklegi ökukennarinn þinn sem ákveður hvenær þú ert tilbúin(n) í æfingaakstur.
Ef þú hefur ekki þegar sótt um námsheimild, þarftu að sækja um hana á island.is Einnig þarftu að mæta með passamynd af þér til sýslumanns, sem verður síðan notuð í ökuskírteininu þínu.
Athugaðu! Þú verður að mæta sjálf/ur til sýslumannsinsþ |
|
|
4. |
Nú geturðu farið að aka með leiðbeinandanum. Þeir mega vera fleiri en einn. Leiðbeinandinn verður að vera a.m.k. 24 ára og hann þarf að hafa haft bílpróf í a.mk. 5 ár. |
|
|
5. |
Þegar þú ert farin/n að verða leikin/n í akstri má fara að huga að því að fara í skriflegt próf. Þá er gott að fara í Ö2 og skerpa aðeins á umferðarlögunum, umferðarmerkjunum og öðrum mikilvægum málum. Einnig er skylda að fara í ökuskóla 3. Til að mega fara í ökuskóla 3 þarftu að vera búin/n að fara í a.m.k 12 ökutíma. |
|
|
6. |
Nú er komið að skriflega prófinu. Skriflega prófið má taka 2 mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Prófið er tekið hjá Frumherja. Prófið er krossapróf og hefur reynst mörgum erfitt. Því er mikilvægt að sinna náminu vel |
|
|
7. |
Nú fer akstursprófið að nálgast. Þú varst búin/n að taka a.m.k. 10 verklega tíma áður en þú fórst í æfingaaksturinn. Núna tekur þú u.þ.b. 6-10 tíma í viðbót hjá ökukennaranum til að verða enn betri. Ökukennarinn metur það hvort og hvenær þú ert tilbúin/n til að fara í verklegt próf. |
|
|
8. |
Akstursprófið. Þú mátt taka akstursprófið 2 vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn. Ökukennarinn þinn pantar tíma hjá Frumherja. Verklega prófið er bæði aksturs- og munnlegt próf.
- Í munnlega prófinu getur verið spurt um hluti eins og stjórntæki bílsins, mæla, ljós í mælaborði bílsins, sæti, spegla, öryggisbúnað, bremsur ofl.
- Í verklega prófinu ekur þú í u.þ.b. 30-35 mínútur eftir fyrirfram ákveðinni leið.
|
|
|
9. |
Til hamingju Komin/n með bílprófið! Þú færð afhent bráðabirgðarökuskírteini úr pappír til að byrja með því að það tekur nokkra daga að útbúa venjulega ökuskírteinið. Mundu að þú mátt samt ekki byrja að aka fyrr en þú er orðin/n 17 ára. |