Umsókn um námsheimild

 

Til að geta sótt rafrænt um námsheimild þarft þú að eiga rafræn skilríki.

Þú ferð inn á https://island.is/bilprof-og-fyrsta-oekuskirteinid-b-prof og lest leiðbeiningarnar á síðunni, sérstaklega varðandi skilyrði til að hefja ökunám og hvaða fylgigögnum þarf að skila.

Þegar þú ert búinn að lesa yfir síðuna smellir þú á “Sækja um” hnappinn á síðunni.

 

Við það flyst þú yfir á innskráningarsíðu island.is. Þar skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum.

 

 


Þegar þú ert búinn að skrá þig inn á island.is kemur þessi vefsíða upp:

 

Þarna þarftu að haka í “Ég hef kynnt mér ofangreint” og smella á “Halda áfram” hnappinn. Það getur verið að þú fáir upp skilaboð um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í liðnum “Netfang og símanúmer úr þínum stillingum”

 

 

Ef þú færð þessa villu þarftu að smella á nafnið þitt sem er efst í hægra horninu og velja þar “Mínar stillingar”:

 

Þá færðu upp vefsíðu þar sem þú getur sett inn netfang og símanúmer.

 

 

 

Fylltu út netfangið og símanúmer og vistaðu, farðu svo aftur á vefsíðuna þar sem athugasemdin kom upp, vefsíðan þar sem stendur efst “Umsókn um ökuskírteini”. Núna ættir þú að geta smellt á hnappinn “Halda áfram”.  Þessi vefsíða kemur þá upp:

 

Þarna hakar þú í “Almenn ökuréttindi”. Þú átt ekki að geta hakað í “Fullnaðarréttindi”. Eftir það smellir þú á “Halda áfram” hnappinn og færð upp þessa vefsíðu:

 

 

Ef báðir liðir eru grænir getur þú smellt á “Halda áfram” takkann og færð upp næstu vefsíðu. 

Þar kemur upp yfirlit með upplýsingum um þig, athugaðu hvort þær séu ekki örugglega réttar. Þú þarft einnig að velja neðst á vefsíðunni hvaða ökukennara þú ert hjá í verklega hluta ökunámsins. Þegar þú hefur valið hann smellir þú á “Halda áfram” hnappinn.

 

Þú þarft að staðfesta að þú sért ekki með ökuskírteini í öðru landi. Ef þú ert ekki með annað ökuskírteini hakar þú í “Nei” og smellir á “Halda áfram” hnappinn.

 

Næst þarftu að velja hjá hvaða sýslumanni þú ætlar að skila inn passamynd af þér. Þarna hefur nemandinn valið “Kópavogur”, en þar hefur Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu aðsetur. 

 

Þú smellir á “Halda áfram” hnappinn og ferð á vefsíðu þar sem þú þarft að fylla út heilbrigðisyfirlýsingu:

 

Þarna þarftu að hafa í huga það sem stóð á fyrstu vefsíðunni, þeirri sem var með hnappinn til að skrá þig inn með rafrænu skilríkjunum. Þar stóð:

 

Nú smellir þú á “Halda áfram” hnappinn og færð upp yfirlit yfir upplýsingar sem þú hefur gefið upp um þig.

 

 

Þegar þú smellir á “Halda áfram” hnappinn ferðu þú inn á greiðslusíðu, þú þarft að borga fyrir umsóknina:

 

Þú fyllir út umbeðnar upplýsingar og ef greiðslan gengur færðu upp vefsíðu sem staðfestir það:

 

Þú smellir á “Áfram” hnappinn og þá er umsóknarferlinu lokið.

Athugaðu að til að umsóknin verði samþykkt og þú fáir námsheimild, þá þarftu að fara með passamynd til sýslumannsins sem þú valdir í umsóknarferlinu. Einnig þarftu að fara með læknisvottorð ef þú hefur svarað heilbrigðisyfirlýsingunni þannig að þess sé krafist.

Nemandinn þarf að mæta sjálfur með til sýslumanns þegar myndinni er skilað. 

 

 

 


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar