ADR endurmenntun - Sprengifimir flutningar

 

 Um námskeiðið ADR námskeið í flutningi á sprengifimum farmi í flokki 1

1. Lengd námskeiðsins samsvarar átta, 45 mínútna kennslustundum en hlutarnir eru misjafnlega langir.
2. Í lok námskeiðsins þarf nemandinn að standast próf þar sem próftaki er prófaður úr innihaldi námsefnisins.
3. Réttindaskírteinið er gefið út af Vinnueftirliti ríkisins og er greitt fyrir það sérstaklega samkvæmt gjaldskrá Vinnueftirlitsins.


Námsefni sem próftaki skal kunna skil á
Samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 skal próftaki kunna skil á eftirtöldu námsefni í lok ADR námskeiðs fyrir flutning á sprengifimum efnum.

Fyrir sérstök réttindi, sbr. a-lið 3. mgr. 26. gr. skal próftaki kunna skil á:

a. sérstökum hættum tengdum sprengifimum efnum og flugeldum og tengdum varningi;
b. sérstökum kröfum varðandi samlestun efna og hluta í flokki 1.


Námskeiðinu er skipt upp í eftirfarandi kafla:

  1. Upprifjun á hættuflokkum, varúðaðarmerkjum og UN númerum
  2. Skilgreining á sprengiefni
  3. Algeng sprengiefni
  4. Hættu og aðskilnaðarflokkar
  5. Varúðarmerki og hættuflokkun fyrir flokk 1
  6. Sérreglur vegna umbúða fyrir flokk 1
  7. Flutningsskjöl og viðurkenningarvottun ökutækja
  8. Samlestunarreglur og magn á ökutæki
  9. Akstur gegnum jarðgöng og almenn ákvæði
  10. Merking ökutækjaÞessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar