A1 bifhjólaréttindi

Flokkur A1 er sérstakur flokkur sem hægt er að fá í íslenskt ökuskírteini á grundvelli náms / prófs var tekinn upp í reglugerð um ökuskírteini 17. apríl 2008

A1 ökutæki eru bifhjól með aflvél sem ekki má fara yfir 125 rúmsentimetra og vélarafl að hámarki 11 kW. Margar "vespur" falla undir þessa skilgreiningu. Í ökuskírteini er þessi réttindaflokkur tilgreindur með gildistíma í neðri bifhjólalínu og fær tákntöluna 72.

Námskröfur fyrir flokk A1 eru þær að viðkomandi skuli hafa lokið bóklegu námi fyrir almenn ökuréttindi og 5 verklegum kennslustundum hjá ökukennara í akstri bifhjóls í flokki A1 sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til slíks hjóls í ökukennslu og ökuprófum.

Viðkomandi skal síðan standast bóklegt og verklegt próf. Bóklega prófið er sambærilegt bóklegu prófi til M réttinda.

Skipulag námskrárinnar er miðað við að bóklegu námi til almennra ökuréttinda sé lokið eða almenn ökuréttindi séu fengin.


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar