Rafræn ökunámsbók

 

Leiðbeiningar um hvernig þú getur séð rafrænu ökunámsbókina þína: 

1. Þú ferð á island.is og smellir á táknið efst í miðjunni, táknið sem líkist manneskju.



2. Þá kemur upp skjámynd þar sem þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum.



3. Eftir að þú hefur skráð þig inn skaltu smella á "Valmynd" uppi í hægra horninu og veldu í valmyndinni "Ökutæki".

Ekki fara neðst á síðuna þar sem stendur "Ökutæki" (eins og sést á myndinni til hægri) og velja ökutæki þar, þá sérðu ekki undirvalmyndina sem kemur upp, heldur færðu skilaboð um að ekkert finnist. Farðu í valmyndina eins og sést á myndinni til vinstri.

Smellt á "Valmynd" hnappinn: Farið neðst á síðuna:



4. Nú sérð þú undirvalmynd þar sem hægt er að smella á "Ökunám", þú smellir á það.




5. Nú birtast upplýsingar um ökunámið þitt. Efst koma grunnupplýsingar, aðeins neðar koma upplýsingar um verklega ökutíma sem ökukennarinn þinn hefur skráð og neðst hvaða ökuskóla þú hefur tekið. Ef þú sérð ekki þessa rafrænu ökunámsbók er líklegast að þú eigir eftir að sækja um námsheimild eða eigir eftir að skila inn passamynd af þér til sýslumanns. Nánari upplýsingar um hvernig þú sækir um námsheimild má finna hér.

 

Ef þú hefur tekið verklega tíma hjá ökukennara en sérð þá ekki í rafrænu bókinni þinni þarftu að hafa samband við ökukennarann þinn.





Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar