Innskráning

Um Ökunámið

Við ökunám á Íslandi er farið eftir námskrá sem Samgöngustofa setur. Tilgangur með ökukennslunni er sá að nemandinn tileinki sér viðhorf og færni þannig að hann aki:

  • með sem mestu öryggi.
  • með fullri fyrirhyggju og framsýni.
  • með öryggisbúnað bíls í lagi og noti verndarbúnað ökumanns á réttan hátt.
  • með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð.

Námskeiðin sem Netökuskólinn býður upp á er hægt að taka í fjarnámi og koma í stað hinna hefðbundnu námskeiða sem tekin eru í skólastofu. Æskilegt er að bók- og verklega ökunámið sé samþætt þannig að það gefi sem bestan árangur. Við mælum með því að þú verðir í sambandi við verklega ökukennarann þinn til að fá leiðbeiningar um það.


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar