ADR endurmenntun - Flutningur í tönkum

 

Þetta ADR námskeið er ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ.
Ef þú hefur ekki gild ADR tankaflutnings réttindi sem þarf að endurnýja þá áttu ekki taka þetta námskeið.

Þeir sem ekki hafa gild ADR tankaflutnings réttindi sem þarf að endurnýja munu ekki fá ADR tankaflutnings réttindi þó að þeir ljúki þessu námskeiði.

Til að endurnýja ADR tankaflutnings réttindi þarf fyrst að ljúka endurmenntunarnámskeiðinu ADR grunn réttindi.

 

Um námskeiðið
Samkvæmt reglugerð um ADR réttindi, þurfa handhafar ADR réttinda að sækja endurmenntunarnámskeið á 5 ára fresti. Ljúka þarf endurmenntunarnámi áður en fimm ár eru liðin frá síðustu ADR námskeiðum. Á ADR endurmenntunarnámskeiðum á að fara yfir breytingar á ADR reglunum og rifja upp námsefni fyrri námskeiða.
 1. Endurmenntunarnámskeið fyrir almenn ADR réttindi er netnámsskeið í sjö hlutum.
 2. Lengd námskeiðsins samsvarar átta, 45 mínútna kennslustundum en hlutarnir eru misjafnlega langir.
 3. Í lok námskeiðsins þarf nemandinn að standast próf þar sem próftaki er prófaður úr innihaldi námsefnisins.
 4. Réttindaskírteinið er gefið út af Vinnueftirliti ríkisins og er greitt fyrir það sérstaklega samkvæmt gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

 

Námsefni sem próftaki skal kunna skil á

Samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 skal próftaki kunna skil á eftirtöldu námsefni í lok ADR námskeiðs fyrir flutning á hættulegum farmi í fargeymum (tönkum).
a. eiginleika ökutækis á vegum, þ.m.t. um áhrif hreyfingar ökutækis á farm;
b. sérstökar kröfur varðandi ökutæki;
c. undirstöðuatriði varðandi mismunandi búnað við lestun og losun;
d. viðbótarákvæðum varðandi notkun slíkra ökutækja (viðurkenningarvottorð) og viðurkenningarmerkingar, hættumerkingar og merkingar með viðvörunarmerkjum o.s.frv.

 

Námskeiðinu er skipt upp í eftirfarandi kafla:
 1. Upprifjun á hættuflokkum, varúðarmerkjum og UN númerum
 2. Ábyrgð mismunandi aðila í flutningskeðjunni
 3. Mismunandi tankar, dælubúnaður, gámatankar ofl.
 4. Smíði/kröfur til tanka.
 5. Gerð ökutækja og ábyrgð mismunandi aðila.
 6. Flutningsskjöl, fylgibúnaður og áfyllingarmagn.
 7. Merking ökutækja með hættu og varúðarskiltum.
 8. Flutningur á upphituðu efni.

Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar